Sósíalistaflokkurinn vill að öll heilbrigðisþjónusta hvort heldur líkamleg eða andleg (og hún nái þá yfir tannlækningar og geðlækningar hvort heldur með geðlæknaþjónustu eða sálfræðiaðstoð) sé fólki að kostnaðarlausu eða greidd í gegnum skattkerfið.
Nú sitjum við ekki á þingi og höfum því ekki sömu tækifæri og aðrir flokkar til að kanna stöðuna sem er uppi nú þegar en það gæti litið út fyrir að það sé skortur á sálfræðingum og þá þarf að að skapa hvata fyrir fólk með grunn sálfræðimenntun til að klára þá klínísku menntun sem þarf til að starfa við fagið. Þá þarf að tryggja launakjör sálfræðinga sem starfa á vegum hins opinbera og mögulega skoða innri uppbyggingu á náminu innan háskólans.
Innleiðing laganna ætti þó að hefjast strax eða eins hratt og auðið er með því að auka sálfræðiþjónustuna í öllum skólum allt upp í háskólastig og í gegnum heilsugæslurnar og sjúkrastofnanir þó það þyrfti að forgangsraða í þjónustunni þar til jafnvægi næðist
Sósíalistaflokkurinn er ekki hlyntur einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og því viljum við sjá þessa þjónustu innan og í tengslum við óhagnaðadrifnar stofnanir og þær stofnanir sem reknar eru á samfélagslegum grunni svo sem spítala, heilsugæslur, skóla og fleira.
Þá mun sósíalistaflokkurinn beita sér fyrir auknum jöfnuði á öllum vígstöðvum sem einnig er forvörn fyrir vanlíðan sem leiðir af sér andleg mein og geðraskanir en í okkar stefnuskrá er einnig áhersla á að fólk geti alltaf leitað sér endurhæfingar ef t.d. langveikt eða fatlað en ekki endilega með það að markmiði að komast út á vinnumarkaðinn heldur með það að markmiði að líða betur og auka lífsgæði sín og heilsu. Það er ekki hægt að gera barra annað þ.e. ráða sálfræðinga til starfa hist og her en taka ekki á þeim vanda sem skapar andleg mein. Við þekkjum dæmi um fólk sem leytar á geðdeild í sjálfsmorðshugleiðingum verandi húsnæðislaust og allslaust og þeim boðið að taka lyf og mæta í nokkur sálfræðiviðtöl. Við viljum ekki að fólki sé hjálpað við að aðlagast óeðlilegum aðstæðum samfélagsins heldur að fólk geti lifað í mannúðlegu samfélagi, haft þak yfir höfuðið og nái endum saman. Þá viljum við einnig með stofnun ofbeldiseftirlits styðja við fórnarlömb ofbeldsi og í gegnum þá stofnun veita áfallahjálp og sálfræðiþjónustu.
Eins og áður sagði þá höfum við ekki fólk á þingi og höfum því ekki rreiknað út kostnaðinn við innleiðinguna beint þó við höfum reiknað ýnislegt annað út og við vitum það að sálfræðiþjónustu getur bæði verið neyðarúrræði sem skilar sér strax í beinhörðum peningum en einnig forvörn sem hjálpar fólki að funkera í samfélaginu og skilar sér til lengri tíma litið.
Það þarf að lækka skatta á láglaunafólk og hækka þá á hin ríku, setja á auðlegðarskatta og réttmæt auðlindagjöld. Þá myndum við klárlega hækka framlagið til heilbrigðismála en okkar markmið er að færa völdin til fólksins. Og þetta er eitt af því sem hefur sýnt sig skýrt að er vilji almennings.