Sálfræðingafélag Íslands og Öryrkjabandalag Íslands skora á stjórnmálaflokkana og frambjóðendur þeirra í kosningum til Alþingis að fjármagna og koma í framkvæmd lögum nr. 93/2020 um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.

Lögin sem voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi tóku gildi um síðustu áramót en hafa ekki komið til framkvæmda.