Eftirfarandi spurningar voru sendar til stjórnmálaflokka í framboði í kosningum til Alþingis 2021

Í júní 2020 voru lög nr. 93/2020 samþykkt á Alþingi um greiðsluþátttöku vegna sálfræðiþjónustu og aðra gagnreynda samtalsmeðferð með öllum greiddum atkvæðum viðstaddra þingmanna allra flokka. Lögin tóku gildi um síðustu áramót en voru þá óundirbúin, ófjármögnuð og ósamið um. Ráðstafað var 100 milljón kr. til málamynda í málaflokkinn á árinu 2021.

Vilji Alþingis, löggjafans er skýr og vitað er að vilji almennings er skýr, þ.e. að sálfræðiþjónusta skal vera hluti af sjúkratryggingakerfi landsmanna. 

Því óskum við eftir því að fá  svör við eftirfarandi spurningum um frekari innleiðingu laga nr. 93/2020.

 

1. Hvernig ætlar [flokkur] að innleiða lög nr. 93/2020 frá 1. janúar 2022 og í hvaða skrefum út kjörtímabilið?

2. Hvað mun innleiðingin taka langan tíma í heild sinni?

3. Hve mikið fjármagn þarf til innleiðingarinnar og hvaðan kemur fjármagnið? Verður það viðbót til heilbrigðismála eða þarf að taka það af öðrum fjárlagaliðum í heilbrigðisþjónustu?