Orð skulu standa

Orð skulu standa!

Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu öðlaðist gildi 1. maí 2017 með reglugerð nr. 214/2017, og með því var ákveðinn hámarkskostnaður almennings í þeirri heilbrigðisþjónustu sem fellur undir kerfið. Þrátt fyrir að Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) sé gefin sé heimild fyrir því að semja við sjálfstætt starfandi sálfræðinga í 1. gr. reglugerðarinnar hefur hún aldrei verið nýtt.

 

 

Lög um greiðsluþátttöku SÍ um sálfræðimeðferð fyrir fullorðna voru samþykkt á Alþingi 30. júní 2020 þvert á alla stjórnmálaflokka og með 54 greiddum atkvæðum. 9 alþingismenn voru fjarstaddir og því greiddi enginn þingmaður gegn frumvarpinu eða sat hjá. Lögin kveða á um að almenn sálfræðiþjónusta og önnur klínísk viðtalsúrræði falli undir greiðsluþátttökukerfi SÍ og verði þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.

 

Lögin tóku gildi 1. janúar 2021 en hafa ekki verið innleidd enda hefur tilheyrandi reglugerð ekki verið sett né hafa þau verið fjármögnuð. Fjárlaganefnd Alþingis lagði til að 100 m. kr. yrði veitt í niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar fyrir árið 2021 en ljóst er að sú upphæð er langt frá því að fjármagna innleiðingu laganna

 

 

Add Your Tooltip Text Here